23 GESTIR – Ási! segir Una hissa. Litli drengurinn hleypur beint til systur sinnar. Á eftir honum koma þrjár reiðar manneskjur askvaðandi inn í íbúðina. – Hvar er bókin? hrópar konan sem er fremst. Þau æða um alla íbúðina. – Heyrðu! Er þetta ekki hún? spyr langur og slánalegur karl. Hann bendir á grænu bókina sem liggur á borðinu. – Taktu hana Siggi! segir hann svo skipandi röddu við unglingsstrák sem rýkur strax til og hrifsar bókina af borðinu. – Fljótir nú! Drífum okkur! segir konan. – Nú látum við okkur hverfa!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=