18 RAUÐUR POKI Ævar starir á síður bókarinnar. Hann hefur aldrei sé neitt þessu líkt. Honum hefur reyndar aldrei gengið vel að lesa bækur. Stafirnir fara alltaf að þvælast grunsamlega mikið um síðurnar þegar hann er búinn að lesa nokkur orð. Þá á hann erfitt með að fylgja söguþræðinum. En hann sér samt strax að stafirnir í þessari bók eru ekkert venjulegir. – Hvað stendur eiginlega þarna? spyr hann hissa. – Getur þú lesið þetta? Una svarar ekki strax.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=