17 – Sjáðu bara! Ég fór auðvitað með hana beint í miðasöluna. En konan þar varð bara fúl! Hún sagði að þetta væri ógeðslega subbulegt rusl og að ég ætti að henda því strax. En ég hendi aldrei bókum. Þær eru alltof merkilegar til þess! – Má ég sjá, segir Ævar og tekur við bókinni. – Ertu búin að kíkja í hana? – Nei, en passaðu þig. Það er bæði tómatsósa og sinnep á henni, segir Una. – Og smá steiktur laukur. Það lá nefnilega hálfétin pylsa ofan á henni í ruslinu. Ævar tekur borðtusku og strýkur gumsið af. Svo opnar hann bókina! Má ég sjá!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=