Græna bókin

16 Eða kannski eru þau bara farin niður í bæ. En hvað með það? – Heyrðu! Á ég að segja þér svolítið? segir Una og bítur í beygluna. – Ég fann dálítið skrítið á rútustöðinni. Ég ætlaði sko að henda bananahýði í ruslafötu þegar ég kom út úr rútunni. En þá sá ég bók! Í ruslinu! Hún opnar bakpokann og dregur upp plastpoka. Úr honum tekur hún þykka græna bók.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=