Græna bókin

15 GRÆN BÓK Ævar lítur á Unu. – Ertu svöng? spyr hann hikandi. – Viltu kannski beyglu? – Já, takk, ég er glorhungruð! svarar Una og hengir úlpuna sína á snaga í forstofunni. Hún leggur bláan bakpoka frá sér á gólfið. Ævar útbýr beygluna fyrir Unu. Hann vandar sig alveg sérlega mikið við verkið og er ánægður með útkomuna. Hann gjóar augunum á klukkuna. Hún er orðin meira en þrjú. Krakkarnir hljóta að vera farnir að bíða eftir honum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=