13 Og bólurnar tvær á hökunni? Voru þær farnar eða eru þær þar ennþá? – Hæ, segir Una og brosir. Tennurnar eru hvítar og önnur framtönnin pínulítið skökk. Alveg mátulega mikið. Stuttklippt, svart hár og brún augu. Gleraugun hennar eru appelsínugul. Var hún annars nokkuð með gleraugu í sumar? Og var hún ekki með sítt hár? – Ætlarðu ekki að bjóða mér inn? spyr hún glaðlega. Ævar hrekkur við. – Jú, jú! Auðvitað! Komdu inn! Hann hikar aðeins. – Þú ert örugglega Una, er það ekki annars? spyr hann svona til öryggis. – Þú ert svolítið öðruvísi … – Júh! Láttu ekki svona! Auðvitað er ég Una, svarar hún hlæjandi. Ævar opnar nú dyrnar upp á gátt og lætur jakkann sinn detta á gólfið. Una gengur inn og lítur forvitin í kringum sig.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=