Græna bókin

10 Ævar nennir alls ekki að hanga hér heima og bíða eftir Unu. Hann er heldur ekki tilbúinn að sitja og spjalla við sveitagellu núna. Hvað töluðu þau aftur um í sumar? Kannski kindur og hrossaskít? En hvað getur hann gert? Mamma er í vinnunni til klukkan fimm. Hann má alls ekki hringja í hana á meðan. Hann gæti ef til vill sent henni sms. Eða ætti hann kannski að fara út og láta eins og hann hafi ekki séð miðann? Já, auðvitað! Best að gera það bara! Hann byrjar í flýti að klæða sig aftur í jakkann. Einmitt þá er dyrabjöllunni hringt! Ef hann hefði verið aðeins fljótari og komið sér út í tæka tíð þá hefði allt farið á annan veg.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=