9 Þar að auki er hann núna skotinn í henni Beggu. Honum finnst hann varla þekkja Unu lengur. Það verður bara vandræðalegt að hitta hana aftur hérna í borginni. Ævar lítur á klukkuna. Korter í þrjú! Nei, þetta gengur ekki upp! Hann er búinn að mæla sér mót við krakkana bak við sjoppu eftir smástund. Þau ætla að rölta saman niður í bæ, kjafta og kíkja í búðarglugga.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=