Gott og gaman

2 Velkomin í heimilisfræðistofuna Verið öll velkomin í heimilisfræði­ stofuna. Þessi skólastofa er líka kölluð kennslueldhús. Kennslueldhúsið er miklu stærra en eldhúsið heima hjá ykkur. Það er ýmislegt sem þið þurfið að vita um þetta eldhús til að geta notað það. V ið eigum eftir að skoða eldhúsið vel Hér lærið þið hvaða matur er hollur og góður fyrir ykkur. Með hjálp kennarans munuð þið baka og gera ýmislegt sem bæði er gagnlegt og gaman. Þið lærið líka samvinnu sem þýðir að hjálpast að. Af því að þið eruð svo mörg er mikilvægt að hafa góðar reglur um umgengni, samskipti og hreinlæti í kennslueldhúsinu. Þessar reglur köllum við Eldhúsreglur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=