Gott og gaman
Fyrir 10–12 bakara Áhöld Skál, mæliskeiðar, desilítramál Hafradraumar Efni 5 dl hveiti 200 gr smjör (smjörlíki) 2 dl hafragrjón 4 msk síróp 1 tsk matarsódi 1 egg 2 dl sykur Aðferð 1. Kveikið á ofninum. 2. Þurrefnin mæld í skál. 3. Kalt smjörlíki mulið saman við. 4. Vætt í með sírópi og egginu. 5. Deigið hnoðað saman. 6. Deiginu skipt jafnt á milli bakaranna. Hver bakari býr til lengju og sker hana svo í u.þ.b. 8 litla bita. Bitunum rúllað í fallegar kúlur. Kúlunum raðað á plötur og þrýst svolítið á hverja kúlu með gaffli. Bakað við 180–200 C° í u.þ.b. 10–12 mínútur.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=