Gott og gagnlegt 3

GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR 7 Foreldrar móta matarvenjur barna sinna í æsku. Það er því mikilvægt að foreldrarnir hafi þekkingu á næringar- fræði, til að börnin venjist frá fyrstu tíð góðum matar- venjum. Að borða hollan mat á reglu­ legum matmálstímum og vera ekki að sífelldu narti á milli mála telst til hollra mat­ arvenja. Börnum sem venj­ ast því að borða ávexti og grænmeti, grófar korn-vör­ ur, fisk, kjöt og fjölbreyttar mjólkurvörur er síður hætt við að falla í þá gryfju að verða fastagestir á skyndi­ bitastað. Það getur verið þægilegt annað slagið að grípa tilbúinn eða hálftilbú­ inn mat með sér heim eftir skóla eða íþróttaæf­ingu. En sé það gert er líklegt að fæð­ ið verði einhæft og langt frá ráðleggingum um mataræði. Oft er þessi matur býsna orkuríkur og jafnvel tilboð í gangi sem hvetja til ofáts. Það er augljóst að ef börn borða meira en þau þurfa, sitja of mikið fyrir framan tölvu og sjónvarp og gæta þess ekki að hreyfa sig nóg er þeim hætt við að þyngjast um of. Lengi býr að fyrstu gerð Er ekki allt best í hófi?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=