Gott og gagnlegt 3

6 GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR Í heimilisfræðinni hefur fæðuhringurinn mest verið notaður til að kenna nemendum að velja sér fjölbreytta fæðu. Í honum eru flokkarnir sex og stærð þeirra mismunandi til að leggja áherslu á hæfilegt magn úr hverjum um sig. Mjólk og mjólkurmatur Kjöt, fiskur og egg Ávextir og ber Feitmeti Brauð og aðrar kornvörur Grænmeti, kartöflur og baunir Kvöldverður Morgunverður Hádegisverður Hressing Við getum líka hugsað okkur annan hring til þess að skipta niður máltíðum dagsins. Talið er æskilegt að borða þrjár aðalmáltíðir á dag þ.e. morgunverð, hádegisverð og kvöldverð og tvær til þrjár minni máltíðir til hressingar. Fyrir börn með algenga orkuþörf, þ.e. 2400 he á dag, gætu máltíðirnar skiptst þannig: Hvernig lítur þinn pýramídi út? Norðurlandaþjóðirnar nota einnig fæðupýramídann við kennslu og þar er matvælunum skipt í þrjú þrep. Á neðsta þrepinu eru fæðutegundir sem lögð er áhersla á að séu grunnmatvæli s.s. kornvörur, kartöflur og mjólkurvörur. Á miðþrepinu eru ávextir, grænmeti og ber. Á efsta þrepinu eru fæðu­ tegundir sem innihalda mikið prótein s.s. kjöt, fiskur og egg. Enskumælandi þjóðir flokka fæðuna í fjóra flokka: mjólkurflokk, kjöt­ flokk, kornflokk og garðávaxtaflokk. Aðeins er áherslumunur á fæðis- ráðleggingum hinna ýmsu þjóða en ævinlega er lögð áhersla á að borða fjölbreyttan mat og að fólk tileinki sér góðar neysluvenjur .

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=