Gott og gagnlegt 3

GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR 5 „500 g af grænmeti, ávöxtum og safa á dag fyrir fullorðna, þar af a.m.k. 200 g af grænmeti og 200 g af ávöxtum, auk kartaflna. Tvö glös, diskar eða dósir af mjólk eða mjólkurmat á dag. Best er að velja fitulitlar og lítið sykraðar vörur. Ostur getur komið í stað mjólkurvara að hluta til. 25 g af osti jafngilda einu glasi eða diski af mjólkurvörum. Þeir sem ekki velja mjólk geta valið kalkbætta sojamjólk og aðrar kalkbættar vörur eða tek­ ið kalktöflur. Fiskmáltíð tvisvar í viku, fyrir utan álegg eða salöt úr fiski. Fita og feitar matvörur í hófi og fremur valin olía eða mjúk fita en hörð fita á borð við smjörlíki eða smjör. Sykur, kökur, sætindi, ís, áfengi og gosdrykkir í hófi.“ Nánari ábendingar Hæfilegt er að fá um það bil 30% orkunnar úr fitu, þar af komi ekki meira en 10% úr harðri fitu (með harðri fitu er átt við bæði mettaðar og transómettaðar fitusýrur). Hæfilegt er að prótein veiti að minnsta kosti 10% heildarorku. Hæfilegt er að úr kolvetnum fáist 55–60% af orkunni, þar af ekki meira en 10% úr viðbættum sykri. Æskilegt er að fæðutrefjar séu að minnsta kosti 25 g á dag miðað við 10 MJ fæði (u.þ.b. 2400 kcal). Æskilegt er að saltneysla sé ekki meiri en 5 g á dag. Æskileg samsetning fæðunnar Er þetta eitthvað sem kemur okkur við? Í bókinni Norrænar ráðleggingar um næringarefni (bls. 32) er skilgreining á ráðlögðum dagskömmtum RDS. Þar segir, að með „ráðlögðum dagskammti“ (RDS) er átt við það magn næringarefnis sem með tilliti til núverandi fræðikunnáttu er hægt að álíta að full­ nægi þörfum og viðhaldi góðu næringarástandi hjá nær öllum heilbrigðum einstaklingum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=