Gott og gagnlegt 3

4 GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR Matur er mannsins megin u i i Ráðleggingar um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri Höfum fjölbreytnina í fyrirrúmi  Grænmeti og ávextir daglega.  Fiskur – helst tvisvar í viku eða oftar.  Gróf brauð og annar kornmatur.  Fitulitlar mjólkurvörur.  Salt í hófi.  Lýsi eða annar D-vítamíngjafi.  Vatn er besti svaladrykkurinn. Hugum að þyngdinni  Borðum hæfilega mikið.  Hreyfum okkur rösklega, a.m.k. 45–60 mín. á dag. Ekkert hefur jafnmikil áhrif á þroska, heilsu og lífslengd eins og fæðan. Það skiptir ekki bara máli hvað við borðum mikið heldur hvaða næringarefni eru í fæðunni og hvort þau eru í þeim hlutföllum sem líkaminn þarfnast til að við höldum góðri heilsu. Engin ein fæðutegund, nema móðurmjólk, inniheldur öll næringarefni í þeim hlutföll­ um sem nauðsynleg eru. Í dag vitum við fjölmargt um gildi fæðunnar sem ekki var vit­ að fyrr á tímum. Það ætti því ekki að vefjast fyrir okkur að velja fjölbreytta fæðu sem fullnæg­ ir næringarþörf okkar. Til þess að svo megi verða þurfa allir að fá fræðslu í næringarfræði, þið þekkið nú þegar fæðuhringinn. Auk þess hefur Lýðheilsustöð gefið út ráðleggingar um heilsu­ samlegt mataræði þar sem tekið er mið af nýjustu rannsóknum í næringarfræði. Ráðlegging­ arnar eru settar fram í þeim tilgangi að efla heilbrigði og stuðla að æskilegri þróun í mataræði og næringu þjóðarinnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=