Gott og gagnlegt 3
GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR 3 Heilsa og lífsstíll Við berum ábyrgð á eigin heilsu og eigum aðeins einn líkama. Þess vegna verðum við að gefa því gaum hvers hann þarfnast. Með því leggjum við grunn að heilbrigði okkar og vellíðan allt lífið. Þarfir okkar breytast með aldrinum og þörfin fyrir næringu, hreyfingu og hvíld gerir það einnig. Lítil börn þarfnast mikillar orku úr fæðunni, borða oft og sofa mikið. Börn og unglingar þarfnast líka næringar og orku ríkrar fæðu. Líkami þeirra er í örum vexti og algengt er að börn og unglingar hreyfi sig mikið. Með aldrinum hægist á efnaskiptum líkamans og þá þörfnumst við ekki eins mikillar orku úr fæðunni en samt sem áður má ekki vanta næringarefni. Rétt næring er því lífsnauðsynleg til að halda góðri heilsu alla ævi. Lifnaðarhættir á Íslandi hafa breyst mikið í gegnum tíðina. Það sem okkur þykja sjálfsagðar og nauðsynlegar neysluvörur í dag eru í langt frá því sem forfeður okkar voru vanir og þekktu. Sama má segja um matreiðsluaðferðir og vinnslu hráefnis. Ef húsfreyja úr torfbæ fyrri alda ætti þess kost að líta inn í eldhúsið hjá okkur í dag yrðu spurningar hennar sjálf sagt margar. Þó eimir enn eftir á nokkrum sviðum. Ennþá tínum við ber til matargerðar og þorra matur, sem ber vitni fornum geymsluaðferðum, er veislumatur í dag. Við þurrkum, reykjum og söltum matvæli og notum enn fjallagrös. Allt er þetta hluti af menningararfi okkar. Margar heimildir eru til umneyslu venjur fyrri tíma sem fróðlegt og forvitnilegt er fyrir börn og ung linga að bera saman við sínar eigin. Með hjálp þessara heimilda má komast að því hvers jafnaldrar ykkar neyttu fyrr á tímum. Senni lega þætti ykkur sá kostur fá breyttur og framandi. Mikilvægi næringar
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=