Gott og gagnlegt 3

46 GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR Hættuleg efni Bæði heima og í skólanum eru ýmis hættuleg efni og mikilvægt er að læra að umgangast þau. Þarna má t.d. nefna efni eins og sápuna sem sett er í uppþvottavélina, hárlakk í úðabrúsa, nagla- lakkseyði, ýmsar gerðir af lími og terpentínu. Allar vörur sem flokkast undir eiturefni eða hættuleg efni ber að merkja á íslensku áður en þær eru settar á markað hér á landi. Mikilvægt er að kynna sér vel þessar merkingar og umgangast hættuleg efni með varúð. Reglur um merkingar hættulegra efna og eiturefna eru samræmdar í Evrópu. Í reglugerð um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna er að finna lista yfir þessi efni og þau eru flokkuð í fimm hættuflokka. Varnaðarmerkin eru 10 og þeim fylgja hættusetningar sem gefa til kynna hættulega eiginleika vörunnar og varnaðarsetningar sem gefa leiðbeiningar um viðbrögð við óhöppum, meðhöndlun, geymslu og förgun. Dæmi um hættusetningu: Getur valdið ofnæmi í snertingu við húð. Hættulegt við innöndun. Dæmi um varnarsetningu: Efni og umbúðum skal farga sem spilliefnum. Leitið umsvifalaust læknis ef slys ber að höndum eða ef lasleika verður vart; sýnið umbúðamerkingar ef unnt er. Auk áðurnefndra merkinga er einnig skylda að merkja sumar vörutegundir með áþreifanlegri við- vörun fyrir sjónskerta. Um er að ræða litlausan, upphleyptan þríhyrning sem hægt er að greina með því að renna fingurgómunum yfir hann. Skylt er að setja slíka viðvörun á umbúðir efna sem eru eitruð, ætandi, hættuleg heilsu, afar eldfim eða mjög eldfim. Hættuflokkar Skýring Sterkt eitur – Eitur Efni sem hafa bráð eituráhrif. Þau má ekki selja á almennum markaði. Hættulegt heilsu Efni sem geta haft heilsuspillandi áhrif við langvarandi notkun eða við snertingu, innöndun eða inntöku í eitt skipti. Ætandi – Ertandi Efni sem valda skaða, ertingu eða sviða við snertingu eða innöndun. Afar eldfimt – Mjög eldfimt – Eldnærandi – Sprengifimt Efni sem eru eldfim eða varhugaverð vegna sprengihættu. Hættulegt umhverfinu Efni sem eru skaðleg umhverfinu, t.d. ýmsum lífverum, ósonlaginu o.s.frv.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=