Gott og gagnlegt 3

44 GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR 200 g fiskflak, þorskur eða ýsa 1/2 tsk salt Sósa: 1 dl hrein jógúrt 1/2 msk hveiti 1 dl kókosmjólk 1/2 grænmetisteningur 1 tsk karrí 1/2 tsk garam masala 1/4 dl mjólk Hrísgrjón: 2 dl jasmíngrjón 4 dl vatn Framandi fiskréttur Aðferð Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Skerið fiskinn í hæfilega bita og saltið. Blandið saman á pönnu öllu sem á að fara í sósuna og hrærið vel. Látið suðuna koma upp og lækkið hitann. Raðið fiskbitunum í sósuna og látið malla í 5–7 mínútur eða þar til fiskurinn er hvítur í gegn. Berið fiskinn fram á pönnunni og hrísgrjónin með í skál. Berið fram grænmetissalat með réttinum. Ristuðum sólblómafræjum eða furuhnetum stráð yfir. Það passar vel við þennan rétt að hafa hvítkálssalat með bananasneiðum og appelsínusafa. 1 2 6 5 3 4 Fiskisúpa 200 g ýsuflök 1 gulrót 3 kartöflur 1/3 meðalstór laukur 1 msk olía 6 dl vatn 1/2 tsk karrí 1 msk tómatsósa 1 grænmetisteningur 1 msk söxuð steinselja Aðferð Skolið og flysjið kartöflurnar og gulrótina. Skerið gulrótina í litla strimla. Skerið tvær kartöflur í teninga, rífið eina á rifjárni. Saxið laukinn. Skerið fiskinn í litla bita. Hitið olíuna í potti og mýkið grænmetið án þess að það brúnist, bætið karríinu út í. Hellið vatninu varlega út í pottinn og bætið grænmetisteningnum og tómatsósunni við. Sjóðið grænmetið í 5–7 mín. Setjið fiskinn út í og sjóðið áfram þar til fiskurinn er hvítur í gegn. Stráið saxaðri steinselju yfir súpuna áður en hún er borin fram. Gott er að borða nýbakað brauð með súpunni. 1 2 3 7 4 5 6 4 5 6

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=