Gott og gagnlegt 3
GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR 43 Fiskur undir þekju 200 g roð- og beinlaus ýsuflök 1/4–1/2 tsk salt 1 tsk olía 5 cm biti af blaðlauk 1 hvítlauksrif 4 ferskir sveppir 1/2 dl smátt söxuð steinselja 1 brauðsneið 1/2 dl mjólk 1 msk olía 1/4 tsk salt 1 Aðferð Stillið bakarofninn á 225 °C. Smyrjið eldfast mót. Skerið fiskinn í hæfilega bita, raðið honum í mótið og saltið. Hreinsið sveppina og blaðlaukinn, skerið í sneiðar. Hakkið hvítlaukinn smátt. Skerið steinseljuna smátt. Rífið brauðið smátt. Steikið blaðlauk, hvítlauk og sveppi á pönnu. Þegar allur vökvi er horfinn setjið þá brauðið, steinseljuna og mjólkina saman við, blandið vel og saltið. Smyrjið hrærunni yfir fiskbitana. Bakið í ofni 15–20 mínútur. Borið fram með soðnum kartöflum og salati. 2 11 10 8 9 7 6 5 3 4 Ýsa með steinseljusmjöri og grænmeti 200 g roð- og beinlaus ýsuflök 5 dl vatn 1 tsk salt 100 g frosið blandað grænmeti Sósa: 50 g smjör 1 msk smátt saxaður laukur 1 msk hveiti 1 3 / 4 –2 dl fisksoð 2 tsk sítrónusafi 1/2 dl söxuð steinselja 1 Aðferð Skolið ýsuna og skerið í hæfileg stykki. Látið suðuna koma upp á vatninu og bætið saltinu út í. Setjið grænmetið í álþynnu, kryddið örlítið með sítrónupipar og pakkið grænmetinu inn. Látið fiskinn í vatnið þegar sýður og grænmetispakkann ofan á. Slökkvið undir pottinum þegar suðan kemur aftur upp og látið fiskinn og grænmetið bíða í lokuðum potti í 7–10 mín. Takið grænmetispakkann og fiskinn upp úr pottinum með gataspaða. Sósa: Hitið smjörið í potti og mýkið laukinn, hann á ekki að brúnast. Stráið hveitinu út í og þynnið með fisksoði, litlu í einu, hrærið vel í á milli þar til allur vökvinn er kominn út í. Bætið steinseljunni og sítrónusafanum út í og látið malla á vægum hita í um það bil 2 mín. Hrærið í sósunni allan tímann. Setjið fiskinn á fat og grænmetið í kring. Setjið sósuna í skál en dreifið smávegis af henni yfir fiskinn áður en hann er borinn fram. Hrísgrjón eru tilvalin sem meðlæti. 2 6 3 5 4 2 1 3
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=