Gott og gagnlegt 3
42 GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR Suða og steiking á fiski Fisk er hægt að matreiða á marga vegu. Algengast er að sjóða fiskinn, baka hann í ofni eða steikja á pönnu. Einnig er gott að glóðarsteikja fisk. Fiskur er mjög auð meltur og hollur matur og er mikilvægt að skemma ekki þetta góða hráefni með röngum matreiðsluaðferðum. Það þarf að undirbúa fiskinn fyrir matreiðsluna með því að skola hann í köldu vatni, skera hann í hæfilega stór stykki og roðfletta þegar það á við. Suða Við suðu verður að gæta þess að aldrei bullsjóði í pott inum og suðutíminn sé ekki of langur því þá verður fiskurinn þurr og bragðlaus. Fiskur er soðinn þegar hann er orðinn hvítur í gegn. Nauðsynlegt er að setja fiskinn ofan í sjóðandi, saltað vatn, til að sem minnst af næringarefnum tapist. Suðutíminn fer eftir þykkt fiskstykkjanna. Einnig er hægt að sjóða fisk í eigin soði. Þá er fiskurinn látinn á kalda, létt smurða pönnu, kryddaður og soðinn við mjög vægan hita undir loki. Til eru margar uppskriftir af fiskréttum sem eru soðnir eða bakaðir í bakarofni eða örbylgjuofni. Steiking Við steikingu er ýmist hægt að nota smjör, smjörlíki eða matarolíu. Hollara er að nota matarolíu. Gæta þarf vel að því að feitin á pönnunni ofhitni ekki. Hægt er að gegnsteikja fiskinn á pönnunni eða láta hann í mót og gegnelda hann í ofni. Ef notaðar eru pönnur með teflonhúð skal nota steikaráhöld úr tré eða plasti. Algengt er að velta fiskstykkjunum upp úr eggjum og raspi eða egg jum og hveiti. Ef fiskur er djúpsteiktur í olíu þarf að velta honum fyrst upp úr hveitijafningi.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=