Gott og gagnlegt 3

GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR 41 Pasta með grænmeti og beikonbúðingi 150 g pasta, penne eða skrúfur 100 g beikonbúðingur 1/4–1/3 kúrbítur 1 hvítlauksrif 1/4 rauð paprika 1/4 græn paprika 2 msk létt smurostur með beikoni 1 1 / 2 dl nýmjólk 1/2 tsk basilika 3 msk tómatsósa 1 kjötteningur 1–2 msk olía (salt, season all) 1 11 10 8 9 7 6 5 3 4 2 Aðferð Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Pasta er alltaf sett út í sjóðandi saltað vatn. Skerið beikonbúðinginn í litla teninga. Skerið kúrbítinn í tvennt á lengdina og síðan í sneiðar. Takið utan af hvítlauknum og saxið hann smátt. Hreinsið paprikuna og skerið hana í þunna strimla. Hitið olíuna á pönnu og steikið beikonbúðinginn og grænmetið svolitla stund, u.þ.b. 3–5 mín. en gætið að hitanum. Takið pönnuna af hellunni. Mælið mjólk, tómatsósu, krydd, kjöttening (mulinn) og ost í lítinn pott. Hitið á vægum hita og hrærið í með þeytara þar til osturinn hefur bráðnað og suða kemur upp. Hellið sósunni yfir á pönnuna og látið sjóða við vægan hita í svolitla stund. Smakkið og kryddið meira ef með þarf, bæði beikonbúðingurinn og osturinn gefa saltbragð. Gott er að hafa hvítlauksbrauð með þessum rétti. Skerið brauðsneiðar í tvennt horn í horn, pennslið brauðið með olíu og stráið svolitlu hvítlauksdufti yfir. Raðið á bökunarplötu með pappír. Bakið við 225 °C í u.þ.b. 7 mín. Blandað salat 1/3 haus lambhagasalat 1 tómatur eða 4 sherry­ tómatar 1⁄4 stk agúrka 1 msk graslaukur eða steinselja 2 msk appelsínusafi 1 3 4 2 Aðferð Hreinsið salatblöðin, rífið í smátt og setjið í skál. Skerið tómatana í litla bita og agúrkuna í teninga og leggið ofan á salatblöðin. Skolið graslaukinn, klippið hann smátt og dreifið yfir salatið. Hellið að lokum appelsínusafanum yfir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=