Gott og gagnlegt 3

40 GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR Kjúklingur með kús kús 1–1 1 / 2 kjúklingabringa 1–2 msk olía 2 dl kús kús 2 dl vatn 1/2 teningur kjúklingakraftur 5 cm af púrrulauk 1 hvítlauksrif 1/4 græn paprika 1/4 rauð paprika 1 gulrót 1 tsk soja 1 dl hreinn appelsínusafi 1/4 dl sæt chilisósa 1 dl hrein jógúrt 1/2 tsk salt 1 Aðferð Mælið vatnið í pott og bætið kjúklingateningnum út í. Þegar vatnið sýður er kús kús hellt út í og hrært saman við. Látið lok á pottinn, takið hann af hitanum látið bíða um 6 mín. Skolið allt grænmetið. Skerið púrrulaukinn í þunnar sneiðar. Takið utan af hvítlauksrifinu og skerið það smátt. Flysjið gulrótina og rífið hana á grófu rifjárni. Skerið paprikuna smátt. Skolið kjúklingabringurnar og þerrið þær með pappír. Skerið bringurnar í litla bita. Hitið olíuna á pönnu og steikið kjúklingabitana. Bætið grænmetinu á pönnuna og steikið svolitla stund allt saman, lækkið hitann. Bætið appelsínusafa, chilisósu, soju og salti út í. Látið krauma á vægum hita í um það bil 2 mín. Takið pönnuna af hitanum. Hrærið með gaffli upp í kús kúsinu og hellið því á fat. Hrærið jógúrtina saman við réttinn á pönnunni, hellið honum yfir kús kúsið og berið fram með salati. 2 14 13 12 11 10 8 9 7 6 5 3 4 15 16 Gúllassúpa með hvítlaukssósu 150 g nautahakk 3 sneiðar pepperóní 1/2 laukur 1 gulrót 1/3 rauð, gul og græn paprika 2 msk tómatþykkni 1/2 tsk cummin 1 kjötteningur 1 lítri vatn 1/2 tsk season all 2 msk olía Sósa: 1/2 dl sýrður rjómi 10% 1/2 dl hrein jógúrt 1/4 tsk hvítlauksduft 2 msk smátt skorin steinselja 1 10 9 8 7 6 5 3 4 2 Aðferð Hreinsið og flysjið grænmetið. Saxið laukinn og skerið gulrótina í þunnar sneiðar. Skerið paprikuna í ræmur. Skerið pepperóní í litla bita. Hitið olíu í potti og steikið hakkið þar til allt rautt er horfið úr því. Bætið pepperóní út í ásamt niðursneiddu grænmetinu. Steikið áfram svolitla stund. Hellið vatninu út í pottinn og bætið tómatþykkninu ásamt kryddi saman við. Látið suðu koma upp og sjóðið í 15 mín. Mælið efni í sósuna saman í litla skál og berið með súpunni. Gott er að hafa brauð með súpunni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=