Gott og gagnlegt 3

GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR 39 Pylsuspjót með ostakartöflum og gúrkuhræru 2 vínarpylsur 1/4 kindabjúga 1 sneið kjötbúðingur 1/2 rauð paprika 4 grillpinnar 4 meðalstórar kartöflur 1/4 tsk salt 1/4 dl súrmjólk 1/2 dl rifinn ostur 1/4 dl sýrður rjómi 10% 1 msk sesamfræ 1/4 dl tacosósa Gúrkuhræra: 1/4 dl súrmjólk (ab mjólk) 1/4 dl sweet relish 1/4 dl sýrður rjómi 10% Aðferð Stillið ofninn á 225 °C. Skerið pylsurnar, kjötbúðinginn og paprikuna í hæfilega bita til að þræða upp á trépinnana. Leggið pylsuspjótin á bretti. Skolið kartöflurnar vel og skerið þær í 1⁄2 cm þykka bita. Leggið kartöflusneiðarnar á pappírsklædda bökunarplötu og saltið en reiknið með plássi fyrir pylsuspjótin. Hrærið saman súrmjólk, sýrðum rjóma, tacosósu og rifnum osti. Setjið hræruna með teskeið á kartöflurnar. Stráið sesamfræjum yfir. Bakið í 15 mín. takið þá plötuna út og bætið pylsuspjótunum á, bakið í 7 mín. í viðbót. Berið pylsuspjótin fram á fati og raðið kartöflunum í kring. Gúrkuhræra borin fram með spjótunum. 2 1 3 9 10 8 7 6 5 4 Grænmetis- og grísagleði með pasta 150 gr svínastrimlar smátt skornir 1/3 rauð paprika í strimlum 1 tsk paprikuduft 1/3 dós hakkaðir tómatar úr dós 3 dl vatn 1 grænmetisteningur 2 msk sæt chilisósa 100 gr pastaslaufur, gjarnan marglitar 70–100 gr spergilkál í bitum 70–100 gr blómkál í bitum 1 msk olía til að steikja úr Til að strá yfir réttinn: 1 msk rifinn parmesanostur 2 msk smátt skorin steinselja 5 9 8 7 6 4 2 1 3 Aðferð Þvoið grænmetið og skerið niður. Steikið svínastrimlana á pönnu. Bætið paprikunni út í og steikið svolitla stund í viðbót. Gætið að hitanum svo það brenni ekki við á pönnunni. Setjið chilisósuna, tómatana og vatnið út í og blandið vel. Bætið paprikuduftinu, kjötkraftinum og pastaslaufunum við og látið suðuna koma upp. Sjóðið undir loki í um það bil 5 mínútur. Takið lokið varlega af pönnunni, dreifið spergilkáli og blómkáli ofan á réttinn, setjið lokið á aftur og sjóðið áfram í 5 mínútur. Áður en rétturinn er borinn fram er steinselju og parmesanosti stráð yfir hann. Gott er að hafa nýtt brauð með þessum rétti eða brauð ristað í ofni með svolítilli olíu og parmesanosti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=