Gott og gagnlegt 3

38 GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR Kjöt er hægt að matreiða á marga vegu. Algengustu matreiðsluaðferðirnar eru suða, steiking eða glóðun. Kjötið er bæði hægt að sjóða í potti með vatni og einnig í lokuðu íláti í ofni. Lambakjöt er oft notað í soðna kjötrétti t.d. í kjötsúpu og kjöt í karrí. Skola þarf kjötið vel fyrir matreiðslu. Ef steikja á kjötið þarf að þerra það. Suða Setja skal kjötið í sjóðandi, saltað vatn. Þegar aftur fer að sjóða í pottinum þarf að fleyta ofan af froðu sem myndast, annars verður soðið gruggugt. Minnka þarf strauminn. Suðutími fer eftir bitastærð og kjöttegund. Mikilvægt er að sjóða kjöt við vægan hita svo það verði ekki þurrt. Einnig má sjóða í örbylgjuofni. Steiking Helstu steikingaraðferðir eru steiking á pönnu, ofn­ steiking, glóðarsteiking og djúpsteiking. Ef steikja skal á pönnu þarf að hita smjörlíki, smjör eða matarolíu á pönnunni. Þegar feitin er hæfilega heit er þurrum kjötstykkjunum raðað á pönnuna. Steikja þarf kjötið á báðum hliðum. Þegar kjötsafinn kemur á yfirborð kjötstykkisins skal snúa því og steikja seinni hliðina. Ef kjötið á að steikjast í gegn þarf að lækka strauminn til að það brenni ekki. ­ Ef sjóða á kjötið eftir steikinguna þarf að draga pönnuna af hellunni og hella heitum vökva varlega á pönnuna og lækka strauminn þegar suðan kemur upp, einnig má færa stykkin í pott og nota kraftinn af pönnunni. Ef notuð er panna með teflonhúð skal nota steikaráhöld úr tré eða plasti. Ofnsteiking er oftast notuð þegar matreiða á stór kjötstykki. ­ Ýmist er steikt í sérstökum steikarpottum eða ofnskúffu. Steikingartíminn fer eftir kjöttegund, stærð stykkisins og hvort kjötið á að vera gegnsteikt eða ekki. Glóðarsteikt er annaðhvort í ofni eða á útigrilli. Suða og steiking á kjöti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=