Gott og gagnlegt 3

36 GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR Plötubrauð með kotasælu 4–5 dl hveiti 1 dl heilhveiti 1 dl haframjöl 2 1 / 2 tsk þurrger 1 tsk salt 2 msk sólblómafræ 2 1 / 2 dl heitt vatn 1 dl kotasæla 5 4 7 6 11 10 12 9 8 2 1 3 Aðferð Kveikið á ofninum og stillið á 225 °C (blástursofn 200 °C). Mælið þurrefnin í skál, blandið saman. Mælið kotasæluna í litla skál og hellið vel heitu vatni saman við, blandið. Hrærið vökvanum saman við deigið. Hnoðið saman í skálinni, stráið hveiti yfir deigið og látið það hefast í 15–20 mín. ef tími er til. Hellið deiginu á pappírsklædda plötu. Setjið hveiti á hendurnar og sléttið úr deiginu á plötunni, það á að vera 2–3 cm á þykkt og ferkantað. Gatið deigið hér og þar með gaffli. Skerið deigið í ferkantaða bita með beittum hníf. Gott er að strá hveiti á hnífinn þá festist hann síður í deiginu. Látið hefast svolitla stund, helst ekki skemur en 10 mín. Bakið í um það bil 10 mín. Látið brauðið kólna undir hreinni diskaþurrku. Horn 1 dl volg mjólk 1 dl volgt vatn 2 1 / 2 tsk þurrger 1 tsk púðursykur 2 msk matarolía 1/2 tsk salt 1 dl hveitiklíð 4 1 / 2 dl hveiti Aðferð Setjið vökvann ásamt þurrgeri í skál. Bætið við olíu, sykri og salti. Setjið þurrefnin í skálina en munið að geyma 1 dl af hveitinu. Látið deigið lyfta sér. Hnoðið deigið þangað til það er laust frá borði og hendi. Skiptið deiginu í tvo hluta. Fletjið hvorn hluta út í kringlóttar með kökukeflinu og skerið þá í átta hluta. Rúllið hornunum upp frá breiðari endanum og raðið á plötu. Penslið með vatni eða mjólk og látið lyfta sér. Bakið í miðjum ofni við 225 °C í 15 mínútur. Athugið að ef sett er fylling inn í hornin þá er hún sett á breiðari endann og hornunum rúllað þétt upp. 3 9 8 10 7 2 1 6 5 4

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=