Gott og gagnlegt 3

GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR 35 Langbrauð með osti 4 dl hveiti 1 dl hveitiklíð 2 dl heilhveiti 2 msk sesamfræ 2 tsk síróp eða hunang 2 1 / 2 tsk þurrger 1 tsk salt 1 tsk ítalskt krydd 1/2 dl olía 1 dl mjólk 2 dl heitt vatn 1 dl rifinn ostur 11 10 12 Aðferð Takið vel heitt vatn úr krananum og hellið mjólkinni út í. Setjið gerið saman við vökvann. Bætið olíu, hunangi/sírópi, kryddi og salti út í. Takið frá 1 dl af hveiti. Blandið saman mjöltegundunum og sesamfræinu saman við vökvann. Hrærið vel saman og bætið hveiti í ef þarf. Hnoðið deigið og látið það hefast í um það bil 15 mín. ef tími er til. Hnoðið deigið aftur og skiptið því í tvennt. Rúllið út í tvö löng brauð. Klippið djúpt þversum í brauðin með 3–4 cm bili og leggið bitana til skiptis til hægri og vinstri. Stráið rifna ostinum yfir brauðin. Látið brauðin hefast í minnst 10 mín. Bakið við 200 °C í 10–15 mín. Látið brauðin kólna undir hreinni diskaþurrku. 3 9 13 8 7 2 1 6 5 4 Pítsubotn – ítalskir hálfmánar Aðferð Setjið vatn í skál. Setjið þurrgerið, olíuna og saltið út í vatnið. Setjið hveitið saman við, fyrst 4 dl og svo þann fimmta ef þörf krefur. Látið deigið lyfta sér á hlýjum stað. Stillið ofninn á 200 °C. Takið til áleggið í hálfmánana. Skiptið deiginu í fjóra hluta. Breiðið út í kringlóttar kökur um það bil 20 cm í þvermál. Penslið brúnir hverrar köku með olíu. Fylling sett á kökurnar samkvæmt leiðbeiningum hér vinstra megin. 5 4 7 6 10 9 8 2 1 3 Fylling Pítsusósa smurð á hverja köku en ekki alveg út á brúnir. Smátt skorið pepperóní sett á annan helminginn. Brytjuð paprika sett ofan á ásamt osti og kryddi. Brúnir penslaðar með olíu. Kakan lögð saman og brúnirnar pressaðar með gaffli. Skerið 3 raufar í deigið að ofan til að hleypa gufu út. Bakið í 200° heitum ofni í 20–25 mínútur, eða þar til fallegur litur er kominn á deigið. 2 1 / 4 tsk þurrger 2 dl volgt vatn 1 msk olía 1/2 tsk salt 4–5 dl hveiti Fylling: 2 msk pítsusósa 25 g pepperóní 1/8 græn paprika 25 g rifinn ostur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=