Gott og gagnlegt 3

GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR 33 Skólakex er bæði hollt og gott og sérlega trefjaríkt. Best er að borða það með smjöri og/eða osti. Skólakex 3 dl hveiti 1 dl haframjöl 1 dl heilhveiti 1 dl hveitiklíð (eða 1/2 dl hveitiklíð og 1/2 dl sesamfræ) 1/2 tsk lyftiduft 1 tsk hjartarsalt 1/2 dl púðursykur (eða 2 msk sykur) 75 g smjörlíki 1 1 / 4 dl mjólk Aðferð Mælið öll þurrefnin í skál og blandið vel saman. Myljið smjörlíkið saman við. Vætið í með mjólkinni. Hnoðið deigið fljótt saman, ef deigið er hnoðað mikið verður það seigt. Fletjið nú deigið út í ferkantaða köku. Hún á að vera um það bil eins og þunn flatkaka. Pikkið deigið með gaffli. Skerið út ferkantaðar kökur með kleinujárni eða góðum hníf. Flytjið kökurnar með spaða á plötu. Það má raða kökunum mjög þétt á plötuna. Bakið við 225 °C í um það bil 5 mín. 4 8 6 3 1 2 7 9 5 Aðferð Mælið rúgmjölið í skál. Sigtið hveiti, lyftiduft og salt saman við rúgmjölið. Myljið smjörlíkið mjög vel saman við þurrefnin. Búið til holu, hellið mjólk og súrmjólk saman við og hrærið. Skiptið deiginu í tvo hluta. Hvor hluti gerður hnöttóttur milli handanna. Kúlurnar lagðar á plötu og þjappað út með lófanum (á að vera þumalfingursþykkt). Partarnir pikkaðir. Skipt í fjóra parta sem ekki eru fluttir úr stað. Bakað í miðjum ofni í 8–12 mín við 225 °C. 3 4 1 2 10 9 8 7 6 5 2 dl rúgmjöl 2 1 / 2 dl hveiti 2 tsk lyftiduft 1/2 tsk salt 50 g smjörlíki 1 dl súrmjólk 1 dl nýmjólk Rúgskonsur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=