Gott og gagnlegt 3
GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR 31 Kryddkaka 125 g mjúkt smjörlíki 2 dl púðursykur 1 egg 3 1 / 2 dl hveiti 1 / 2 tsk matarsódi 1 tsk negull 1 tsk kanill 1 msk kakó 1 1 / 2 dl súrmjólk (1 / 2–1 dl rúsínur ef vill) Aðferð Hrærið smjörlíki og sykur saman með rafmagnsþeytara þangað til það er ljóst og létt. Bætið egginu út í og hrærið vel. Sigtið þurrefnin út í skálina og bætið súrmjólkinni við. Hrærið varlega saman með sleif eða sleikju. Bakið í einu formi við 180 °C í 45 mín eða skiptið deiginu í tvö minni form, þá styttist bökunartíminn. 1 2 3 4 5 Dropasmákökur 75 g mjúkt smjörlíki 1 dl púðursykur 1 / 2 dl sykur 1 egg 1 msk heitt vatn 1 / 2 tsk möndludropar 1 tsk vanilludropar 1 / 2 tsk lyftiduft 2 1 / 4 dl hveiti 1 / 4 tsk salt 1 / 2 dl súkkulaðidropar Aðferð Hrærið mjúkt smjörlíki, púðursykur og sykur vel með rafmagnsþeytara. Bætið egginu út í og hrærið vel. Setjið vatnið, vanillu- og möndludropa út í og hrærið. Sigtið hveiti, salt og lyftiduft út í, bætið súkkulaði- dropunum í og hrærið varlega saman með sleif eða sleikju. Setjið deigið með teskeiðum á pappírsklædda bökunarplötu. Hæfilegt er að hafa 20 kökur á hverri plötu. Hafið kökurnar ekki of stórar, ein svolítið kúfuð teskeið er hæfileg. Bakið í blástursofni við 170 °C, eða 190 °C án blásturs í 7–10 mín. Kökurnar eiga að vera ljósbrúnar. Látið kökurnar kólna svolítið á plötunni áður en þið færið þær á bökunargrind. Uppskriftin nægir í 40 kökur. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=