Gott og gagnlegt 3

30 GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR Hrærið lint smjörlíki og sykur. Bætið eggjum út í einu í einu. Sigtið þurrefnin. Setjið þurrefnin út í hræruna ásamt vökva og e.t.v. ávöxtum og kryddi. Hrærið deigið ekki of lengi því þá verður kakan seig og þung. Setjið deigið í smurt viðeigandi mót. Setjið strax í heitan ofninn á 175–200 °C. Hrært deig Þegar deig er hrært er byrðað á því að hræra vel lint smjörlíki og sykur þar til hræran er orðið ljós og létt. Best er að nota hrærivél eða rafmagns­ þeytara en einnig er vel hægt að nota góða sleif. Notuð eru ólífræn lyftiefni. Hrært deig er notað í formkökur, tertur og smákökur. ­ Einnig er hægt að búa til hrært deig þar sem allt efni er sett í einu í hrærivélarskálina. Hrært er þar til efnin eru vel blönduð saman, deigið hreinsað niður skálarbarmana með sleikju og hrært á meiri hraða í u.þ.b. tvær mínútur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=