Gott og gagnlegt 3
30 GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR Hrærið lint smjörlíki og sykur. Bætið eggjum út í einu í einu. Sigtið þurrefnin. Setjið þurrefnin út í hræruna ásamt vökva og e.t.v. ávöxtum og kryddi. Hrærið deigið ekki of lengi því þá verður kakan seig og þung. Setjið deigið í smurt viðeigandi mót. Setjið strax í heitan ofninn á 175–200 °C. Hrært deig Þegar deig er hrært er byrðað á því að hræra vel lint smjörlíki og sykur þar til hræran er orðið ljós og létt. Best er að nota hrærivél eða rafmagns þeytara en einnig er vel hægt að nota góða sleif. Notuð eru ólífræn lyftiefni. Hrært deig er notað í formkökur, tertur og smákökur. Einnig er hægt að búa til hrært deig þar sem allt efni er sett í einu í hrærivélarskálina. Hrært er þar til efnin eru vel blönduð saman, deigið hreinsað niður skálarbarmana með sleikju og hrært á meiri hraða í u.þ.b. tvær mínútur.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=