Gott og gagnlegt 3

GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR 29 Súkkulaðimúffur með eplum og valhnetum 60 gr smjörlíki 3 msk kakó 1 egg 3/4 dl sykur 1 1 / 4 dl hveiti 1 / 2 dl valhnetur 1 / 2 meðalstórt epli 1 / 2 tsk lyftiduft Rúlluterta 2 egg 1 dl sykur 1 1 / 2 dl hveiti 1 1 / 2 tsk lyftiduft 2 msk kalt vatn sulta, um það bil 1–1 1 / 2 dl Aðferð Setjið bökunarpappír á plötu, hann þarf að vera aðeins stærri en platan og takið til aðra örk álíka stóra til að velta kökunni á eftir baksturinn. Þeytið egg og sykur þar til hræran er létt, ljós og þykk. Notið rafmagnsþeytara eða hrærivél. Bætið hveiti og lyftidufti út í. Notið sigti. Hellið vatninu út í og hrærið deigið varlega saman með sleikju. Hellið deiginu á pappírinn á plötunni og breiðið það út með kökuspaða eða sleikju þannig að það verði ferkantað og nái yfir alla plötuna. Bakið í 225 °C heitum ofni í 5–8 mín, aðgætið með prjóni hvort kakan sé bökuð. Stráið sykri á pappírinn sem á að hvolfa kökunni á. Takið í horn pappírsins undir kökunni og lyftið henni og hvolfið á pappírinn með sykrinum. Hún dettur ekki af. Til vonar og vara er best að pensla með köldu vatni ofan á pappírinn og fletta honum síðan af. Hrærið upp í sultunni og breiðið hana síðan þunnt yfir alla kökuna. Rúllið kökunni upp og geymið hana í pappírnum á meðan hún kólnar. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 1 2 3 4 5 6 7 Aðferð Hitið saman í potti við vægan hita smjörlíki og kakó. Hrærið í á meðan. Þegar þetta hefur blandast vel er potturinn tekinn til hliðar og blandan látin bíða. Skolið eplið, skerið kjarnhúsið úr og rífið eplið á grófu rifjárni. Saxið valhnetukjarnana. Þeytið egg og sykur þar til það er ljóst, létt og þykkt. Bætið þurrefnunum, hnetunum, rifna eplinu og kakóblöndunni út í og hrærið saman með sleif eða sleikju. Setjið með tveim matskeiðum í múffuform og bakið við 170 °C í u.þ.b. 10–12 mín.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=