Gott og gagnlegt 3

GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR 27 Bakstur og aðferðir Byrjið allaf á því að lesa uppskriftina og athuga hvort allt efni sem nota þarf er til. Smyrjið form, sáldrið jafnvel hveiti innan í það eða notið bökunarplötu með pappír. Kveikið á bakarofni. Nauðsynlegt er að athuga vel við hvaða hitastig á að baka. Í flestumuppskriftumer getið umbökunar­ hita og tímalengd. Til eru tvær gerðir af bakarofnum, ofnar með stillanlegum undir- og yfirhita og blástursofnar sem gefa kost á því að bakað sé á fleiri en einni hæð í ofninum. Í mörgum ofnum er einnig hægt að grilla. Bökunartími fer eftir tegund og stærð baksturs. Gagnlegt er að vita hvar er heppilegast að staðsetja baksturinn í ofninum. Stærri bakstur er hafður neðan við miðju, en smærri í mið­ junni eða ofar. Lífræn og ólífræn lyftiefni Við notum bæði lífræn og ólífræn lyftiefni til baksturs sem eiga það sameiginlegt að mynda loft í deiginu. Ólífræn lyftiefni eru lyftiduft, matarsódi (natron, sódaduft) og hjartarsalt. Lífræn lyftiefni eru pressuger og þurrger. Til eru mismunandi aðferðir við matreiðslu og bakstur og verða þeim gerð skil í eftirfarandi kafla.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=