Gott og gagnlegt 3

26 GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR Matreiðsla og bakstur Áhöld og tæki Máltækið segir „hálfnað er verk þá hafið er“ en við getum líka sagt „góð áhöld, létt verk“. Til þess að matreiðslan heppnist vel er nauðsynlegt að hafa bæði góðar uppskriftir og viðeigandi áhöld. Áhöldin þurfa ekki að vera af dýrustu tegund en þau þurfa að vera hentug og gott að halda þeim hreinum. Það er auðveldara að átta sig á því hvaða áhöld þarf að nota með því að lesa leiðbeiningarnar. Áhöld til að:  hræra, þeyta, blanda, baka og mæla  hreinsa, flysja, skera og mauka  steikja og sjóða  geyma Þrátt fyrir góð áhöld og góða uppskrift er ekki öruggt að matreiðslan heppnist. Það þarf að kunna að nota bæði áhöldin og uppskriftina. Ekki er nægilegt að horfa einungis á efnið sem nota á heldur verður að lesa aðferðina vel því hún segir hvernig framkvæma á verkið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=