Gott og gagnlegt 3
GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR 25 – að kaupa eða kaupa ekki? Alls kyns auglýsingum og tilboðum rignir daglega yfir okkur í bæklingum, sjónvarpi, útvarpi, á veraldarvefnum, í GSM-símum og jafnvel í kvikmyndahúsum. Allt er þetta í þeim tilgangi að fá fólk til að kaupa, eyða peningum. Ekki er allt gull sem glóir og oft eru auglýsingar þannig að þær lokka okkur til að kaupa eitthvað sem við sjáum svo eftir að hafa eytt peningum í. Eitthvað sem við hefðum auðveldlega getað verið án. Það er því nauðsynlegt að hafa yfirsýn yfir það sem okkur vanhagar um eða langar mikið til að eignast því peningar endast ekki ótakmarkað. Þetta þýðir með öðrum orðum að það verður að velja og hafna og hugsa sig vel um. Auglýsingar Það er alveg sama hvort við erumheima, í skólan um eða úti, umgengni okkar lýsir því ævinlega hvaða virðingu við berum fyrir umhverfinu. Skiptir hegðun hvers einstaklings þá máli? Ef við hendum rusli þar sem við göngum um þá er það sóðaskapur. Veggjakrot getur líka verið sóðalegt og dýrt að fjarlæga það. Fallegt um hverfi í kringum skólann hlýtur að vera stolt allra nemenda og þess vegna verða allir að leggja sitt af mörkum til að svo megi verða. Umallanheimhefur fólkvaxandiáhyggjurafhvert stefnir í umhverfismálum. Getum við haft áhrif á gerðir annarra? Mikið er talað um ósonlagið, eyðingu regnskóga og gróðurhúsaáhrif. Ef til vill er það enn þýðingarmeira nú en nokkru sinni fyrr að brugðist sé við og jafnt ungir sem aldnir leggi hönd á plóg. Getum við verið öðrum gott fordæmi? Kínverskt máltæki segir: „Mörg lítil verk sem margt lítið fólk vinnur á mörgum litlum stöðum, geta breytt heiminum.“ Árið 1992 var haldin alheimsráðstefna í Rio de Janeiro. Þar voru undirritaðir mikilvægir samningar um sjálfbæra þróun. Það hugtak er skilgreint sem: „Þróun sem gerir okkur kleift að mæta þörfum okkar án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.“ Sjálfbær þróun snýst um vist- fræðilega, efnahagslega og félagslega þætti. Stundum er líka sagt að við höfum ekki fengið jörðina í arf frá forfeðrum okkar, heldur höfum við hana að láni frá börnunum okkar. Við getum ekki búist við því að auðlindir jarðar séu óþrjót andi og því er mikilvægt að umgangast þær af skynsemi. Hvernig getið þið farið sparlega með auðlindir? Fram til þessa höfum við talið að nóg væri af köldu og heitu vatni, hreinu lofti og ómengaðri náttúru. Þetta er ekki sjálfgefið. Við þurfum að fara að hugsa öðruvísi. Okkur finnst einnig sjálfsagt að þegar við ýtum á takka þá kvikni ljós og hugleiðum sjaldan hvernig má draga úr kostnaði og rafmagnseyðslu. Á hvaða hátt má spara orku? „Það eyðist sem af er tekið,“ segir máltækið. Lítið í kringum ykkur. Er eitthvað sem betur má fara? Er eitthvað sem þið getið gert í því? Umhverfið Umgengni okkar skiptir máli
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=