Gott og gagnlegt 3

GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR 23 Venjulega setjum við þau matarílát sem maturinn er borinn fram í beint á borðið og þeir sem við borðið sitja skammta sér sjálfir. Í veislum viljum við stundum láta ganga um beina, þá er maturinn borinn fram á fati eða í skál sem gengið er með og gestunum boðið að fá sér á diskinn. Það getur verið skemmtilegt að æfa sig í að ganga um beina í skólanum því um það gilda vissar reglur um vinnulag sem gaman er að kunna. Að bera fram mat Ávallt er hellt í glös frá hægri hlið þess sem situr við borðið. Allir diskar eru settir á borðið frá hægri hlið þess sem situr við borðið og einnig teknir burt frá hægri hlið. Aðalréttur borinn fram frá vinstri hlið þess sem situr við borðið þannig að auðvelt sé að fá sér af fatinu Kökur eða annað sem á að rétta hringinn við borðið á milli sessunauta skal ganga rangsælis. Æfingin skapar meistarann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=