Gott og gagnlegt 3
22 GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR Ef strauja á þvott þarf hann að vera hæfilega rakur. Passa þarf að stilla hitastig straujárnsins rétt miðað við efnisgerð. Yfirleitt er upplýsingamiði innan í flíkum eða utan á pakkningum t.d. af rúmfötum og dúkum. Að strauja þvott Straubretti er yfirleitt hægt að hæðarstilla fyrir hvern og einn. Við getum valið á milli tvenns konar straujárna, með eða án gufu. Ef þvotturinn er mjög þurr þarf að væta hann, þá er gott að vefja hann saman og geyma nokkra stund í plasti áður en straujað er. Þvottinn þarf að leggja sléttan á strauborðið og renna straujárninu hægt yfir flötinn í sömu átt og þræðir efnisins liggja. Vægur hiti 120 °C, hæfilegt fyrir gerviefni. Miðlungsheitt 150 °C, hæfilegt fyrir t.d. ull. Heitt 200 °C, Hæfilegt fyrir bómull eða hör. Bannað að strauja.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=