Gott og gagnlegt 3

GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR 21 Að vinna sér hlutina létt Fjölmörg verk eru unnin á heimilum. Þess vegna þurfum við að tileinka okkur réttar vinnustellingar, þá þreytumst við síður, spörum tíma og árangur vinnunnar verður betri. Heimilisstörf reyna oft mikið á líkamann og við rangar vinnustellingar skapast óþarfa álag á liðamót og vöðva. Til þess að hlífa bakinu ættum við að velja vinnustellingu þar sem við beygjum okkur ekki að óþörfu. Vinnuborð á að vera hæfilega hátt þannig að hvorki hryggur né herðar verði fyrir óþarfa álagi. Þegar unnið er standandi á að standa nærri vinnuborðinu með svolítið bil milli fóta þannig að líkamsþyngdin hvíli á báðum fótum. Mikilvægt er að hafa góða lýsingu. Rangar vinnustellingar valda sársauka í baki og herðum. Þegar við vinnum sitjandi á stóll að vera í hæfilegri hæð við borðplötu. Sitja skal beinn í baki með sla- kar axlir því annars spennast vöðvar og það skapar þreytu. Báðar iljar eiga að vera á gólfi. Ef setið er við tölvu er nauðsynlegt að hafa stól sem hægt er að hækka og lækka og gefur góðan stuðning við mjóbakið. Þegar við lyftum einhverju þungu eigum við að hafa bakið beint en beygja okkur í hnján­ um, hafa gott bil milli fótanna og nota hnén til að reisa sig upp, hlífa bakinu. Á sama hátt setur maður frá sér þunga hluti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=