Gott og gagnlegt 3

20 GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR Siðir og venjur Matarvenjur er einn þáttur menn­ ingar sem fólk flytur með sér milli landa. Íslendingar halda stíft í sínar matarvenjur hvert sem þeir flytjast og geta varla hugsað sér jól án hangikjöts. Þorramatur er gjarnan fluttur frá Íslandi um allan heim. Margir sakna skyrsins þegar þeir flytjast til útlanda því það er óvíða að finna. Það sama gildir um fólk frá öðrum löndum sem hér sest að. Því finnst sá matur sem það ólst upp við bestur. Það sem er hátíðarmatur í einu landi gæti verið óhugsandi að borða í öðru. Matarmennig hvers lands er þjóðararfur. Oft er matarmenning tengd trúarbrögðum. Að matast er einnig félagsleg athöfn. Margir hafa mjög gaman af að matreiða og hafa það jafnvel sem áhugamál og sumir eru sannir listamenn í eldhúsinu. Við lærum nýjar matar­ venjur þegar við kynnumst fólki frá öðrum löndum. Ísland er orðið fjölþjóðlegt land, þar sem gott er að nálgast framandi hráefni til matreiðslu og mörg veitingahús bjóða upp á rétti frá hinum ýmsu löndum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=