Gott og gagnlegt 3

GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR 17 Hveiti Hveiti er mishart eftir tegundum og því er ýmist sáð að hausti eða vori. Hveiti, sem sáð er að vori er mýkra en vetrarhveiti. Vetrarhveiti er mest notað í pastagerð en þær tegundir sem sáð er að vori eru taldar bestar til brauðgerðar. Hveitið inni­ heldur talsvert af próteinum og því hærra sem próteingildið er þeim mun betri eru baksturs­ eiginleikarnir, brauðin verða léttari og ná að hefa sig betur. Um 90% af ræktuðum hveiti­ tegundum er mjúkt hveiti. Við mölun fæst mismunandi gróft hveiti eftir því hve mikið af grófum hluta hveitikornsins er sigtað frá. Ef allt kornið er malað fáum við, eins og nafnið bendir til, heilhveiti sem í eru öll næringarefni hveitikornsins og trefjar sem nauðsynlegar eru fyrir meltinguna. Oft eru grófu hlutarnir, klíðið (hýði, fræhimna og kím), sigtað frá og eftir verður þá mjölvinn, hreint hvítt hveiti. Æskilegt er að blanda bæði klíði og heilhveiti í hvítt hveiti við brauðgerð. Rúgur Rúgur er ýmist notaður sem heilkorn, fín- eða grófmalaður. Rúgur er ekki góður til brauð­ gerðar einn og sér og því er gott að blanda hann hveiti s.s. í flatkökur, mismunandi gróf rúgbrauð, hrökkbrauð og kex. Rúgur er einnig notaður í sláturgerð. . Bygg Bygg er ýmist notað sem heil grjón eða mismunandi gróft mjöl. Bygg er notað með öðru mjöli í brauð en er einnig gott í grauta og súpur. Hafrar Hafrar eru yfirleitt valsaðir. Einnig er hægt að fá hafraklíð. Hafrar eru notaðir í grauta, til baksturs, í alls konar morgun­ verðarblöndur og í sláturgerð. Maís Maís er malaður í maísmjöl sem er notað í grauta og bakstur. Valsaður maís er notaður í morgunkorn og morgunverðar­ blöndur poppkorn er búið til úr maís. Heill maís er mikið notaður sem meðlæti með mat. Hrísgrjón Til eru fjölmargar tegundir af hrísgrjónum. Hrísgrjón eru ýmist notuð með eða án hýðis með mat, í matargerð og í morgunverðarkorn. Hrísgrjón eru einnig möluð og verður þá til hrísmjöl sem nota má í grauta, súpur eða bakstur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=