Gott og gagnlegt 3

16 GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR Korn og kornvörur Fyrir þúsundum ára lærðu forfeður okkar að rækta korn. Nú er svo komið að kornjurtirnar eru helstu matjurtir jarðarbúa og flestar hitaeiningar (kcal) sem neytt er í heiminum í dag koma úr kornflokknum. Upphaf þeirrar menningar sem við þekkjum í dag má rekja til breytinganna sem urðu á högum mannsins þegar hann hætti að lifa sem hirðingi, settist um kyrrt og hóf að rækta jurtir og korn sér og sínum til matar. Löngu áður höfðu menn tínt og safnað jurtum, rótum og villtu korni. Í fyrstu voru einungis ræktaðar villtar tegundir, en þær gáfu ekki mikla uppskeru því kornaxið hélt illa korninu og mikið af uppskerunni fór forgörðum. Síðar voru þróaðar tegundir sem gáfu mun meiri uppskeru. Hveiti og bygg eru taldar elstu ræktuðu korntegundirnar. Á Íslandi var ræktað bygg til forna, aðallega til ölgerðar en þeirri ræktun var hætt á 16. öld. Innflutningur á korni hófst fyrir alvöru á 19.öld. Í dag er bygg ræktað hér á landi og hægt að kaupa það í verslunum. Vegna hlýnandi loftslags lofar tilraunaræktun hveitis einnig góðu. Hýði Frækorn Fræhimna Mjölvi Kím Korn er unnið á mismunandi hátt eftir tegundum. Það er þurrkað, afhýtt, mulið, valsað, sigtað og malað. Því meira sem kornið er unnið því meira tapast af dýrmætum upprunalegum næringarefnum. Það er því æskilegt að nota gróft mjöl til brauðgerðar til að brauðið innihaldi sem mest af verðmætum næringarefnum. Hveiti og rúgur er algengast til brauðgerðar. Öðrum korntegundum s.s. byggi, höfrum og maís er hægt að blanda í hveiti og/eða rúg við brauðgerð, ásamt alls konar fræjum og bragðefnum. Korn er einnig notað til pastagerðar, í grauta, margs konar kornblöndur til morgunverðar og í matargerð. Þó það korn sem ræktað er sé ólíkt á margan hátt eftir ræktunarstað og tegundum hefur allt korn að geyma:  kolvetni (sterkja og trefjar)  B-vítamín  mjúka fitu  steinefni og snefilefni  vatn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=