Gott og gagnlegt 3

GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR 15 Allur er varinn góður Ef við erum óhrein á höndunum getum við sjálf borið örverur í matinn.  Gætt þess að nota aldrei sömu áhöld í hrátt kjöt og hrátt grænmeti.  Passað að hreinsa ævinlega vel allt grænmeti.  Kælt matarafganga og sett þá í kæliskáp.  Gegnsteikt eða soðið mat t.d. kjúkling.  Látið ávallt fersk matvæli strax í kæli.  Gætt að dagstimplum á tilbúnum, ófrosnum matvælum s.s. áleggi og unnum kjöt- og mjólkurvörum. Við getum gert ýmislegt til að forðast matarsýkingar: Það á að þvo sér um hendurnar:  Áður en farið er að matreiða.  Þegar hráar matvörur hafa verið handleiknar.  Eftir salernisnotkun.  Þegar maður hefur snýtt sér.  Eftir að hafa unnið við garðyrkju.  Eftir að hafa sinnt bleyjubarni.  Eftir að hafa snert sár eða bólur.  Eftir að hafa klappað eða sinnt dýrum. Það er nauðsynlegt að þvo sér um hendur mörgum sinnum á dag og ekki bara að væta hendurnar, heldur þvo þær með sápu, skola þær síðan vel og þurrka með hreinu handklæði eða pappír.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=