Gott og gagnlegt 3
14 GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR Hreinlætisreglur í eldhúsinu Þættir sem hafa ber í huga til að koma í veg fyrir eða minnka hættu á að illa fari eru: Handþvottur. Allir sem eru að matreiða verða að þvo sér oft og vel um hendur. Notið svuntu. Setjið teygju í hárið ef það er sítt. Öll áhöld sem þið notið við matargerð eiga að vera vel hrein og aldrei má nota sömu áhöld við hrátt kjöt og önnur matvæli sem ekki á að sjóða t.d. grænmetissalat. Vinnuborð eiga að vera vel hrein. Borðklútar og diskaþurrkur eiga að vera hrein. Auk þess að valda matarsýkingum geta örverur rýrt gæði eða jafnvel eyðilagt matvæli. Þess vegna er mjög mikilvægt að gæta hreinlætis við meðhöndlun matvæla og frágang í eldhúsinu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=