Gott og gagnlegt 3

12 GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR Meðferð og geymsla matvæla f Þegar keyptar eru matvörur til heimilisins er mik­ ilvægt að meðferð og geymsla þeirra þegar heim er komið skemmi ekki hráefnið eða rýri geymslu­ þolið. Það er mjög mikilvægt að koma matvörum á rétta geymslustaði hið fyrsta þegar heim er kom­ ið, ekki síst ef löng leið er í næstu verslun. Þegar geyma á afganga verður að kæla matinn fljótt en þó er óhætt að setja volga matarafganga í kæliskáp. Örver­ ur fjölga sér mjög hratt í 20–40 °C hita. Kæla þarf stóra skammta af til­ búnum mat áður en hann er settur í kæliskáp. Ef maturinn er í potti er gott að setja pottinn að hluta ofan í kalt vatn og hræra af og til í réttinum, þá kólnar hann jafnar og fyrr. Það er betra að kæla matarskammta sem e.t.v. bíða eftir fjölskyldumeðlimum og hita upp aftur en að halda matnum volgum lengi. Þegar matur er hitaður upp er nauðsynlegt að hann gegnhitni vel. Neðst í kæliskápnum er kaldast, því kalt loft er þyngra en heitt loft. Ávallt skal leggja vörur sem á að affrysta í bakka eða skál svo vökvi frá þeim berist ekki í aðrar vörur í kæliskápnum. Gott er að hafa fyrir reglu að fara yfir dagsetn­ ingar á matvörum í kæliskápnum vikulega. Dag­ setningar á vörum gilda aðeins á óopnuðum umbúðum. Þegar búið er að opna umbúðirnar þarf að nota vöruna sem fyrst. Það er mjög mis­ munandi hve lengi má þá geyma matvörur, það fer eftir efnainnihaldi og ýmsum öðrum þátt­ um. Til dæmis gæti álegg hafa staðið talsverðan tíma á borði í eldhúsinu, eða verið opið, óvarið í kæliskápnum. Höfuðreglan er að fara ævinlega varlega með matvæli, gæta hreinlætis og vera meðvitaður um að örverur leynast víða.  Að lesa alltaf á vörulýsingarmiða.  Að gæta að framleiðsludegi og síðasta neysludegi.  Að athuga hve lengi má geyma matvöruna.  Að kanna geymsluhitastig vörunnar.  Að lesa yfir næringarinnihald vörunnar.  Að athuga skráð aukefni (E-númer) ef óþol eða ofnæmi fyrir einhverju í vörunni gæti reynst á heimilinu.  Að passa að umbúðir séu heilar/óbeyglaðar. Það er nauðsynlegt: Frá því að greitt hefur verið fyrir vöruna er meðferð og geymsla hennar á ábyrgð neyt­ andans. Geymsluþol matvara er mjög mismunandi. Hæfilegt hitastig í kæliskáp er um 4 °C og í frysti undir –18 °C.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=