Gott og gagnlegt 3
GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR 11 Steinefni og snefilefni Steinefni eru ólífræn efni sem eru líkamanum nauðsynleg í litlum skömmtum. Einnig þarfnast líkam inn í enn minna magni svokallaðra snefilefna. Kalk og fosfór eru nauðsynleg fyr ir uppbyggingu beinvefs og tann vefs, storknun blóðs, starfsemi og vöxt frumna og meltingu kol vetna. Kalk fáum við t.d. úr mjólkur vörum, eggjum, grænmeti og fiski. Fosfór er í flestum matvælum. Ef við borðum kalkauðuga fæðu er næsta víst að okkur skortir ekki fosfór. Natríum er nauðsynlegt til að viðhalda vökvajafnvægi líkamans og hefur áhrif á taugastarfsemi. Natríum er að finna í venjulegu borðsalti. Saltskortur er ekki algengur en í miklum hitum t.d. í sólarlandaferðum svitnum við oft svo mikið að við verðum mátt laus og líður illa. Við það að svitna mikið tapast salt úr líkamanum og þess vegna er mikilvægt að vera duglegur að drekka steinefna ríkt vatn og drykki sem innihalda sölt t.d. ávaxtasafa. kalk fosfór natríum Helstu steinefnin eru: járn joð flúor selen sink Helstu snefilefnin eru: Snefilefnið járn er nauðsynlegt fyrir rauðu blóðkornin svo þau geti bundið súrefni sem þau flytja til vefja líkamans. Til þess að líkaminn geti nýtt vel það járn sem hann fær úr fæðunni er honum nauðsyn legt að fá nóg af C-vítamíni. Ef líkamann skortir járn lýsir það sér þannig að við erum slöpp og þreytt og fáum jafnvel höfuðverk. Járn er t.d. að finna í innmat, dökku kjöti, litríku grænmeti og korni. Snefilefnið joð er nauðsynlegt fyrir eðlilega starfsemi skjaldkirtilsins svo hann geti framleitt hormón (thyroxin) sem hefur áhrif á efnaskipti líkamans. Joð er í hafinu og þar af leiðandi í fiski. Einnig er borðsalt joðbætt. Snefilefnið flúor gerir glerung tannanna sterkari og ver þær fyrir áhrifum sýru sem myndast í munninum. Lítið sem ekkert flúor er í drykkjarvatni á Íslandi og því hefur verið mælt með að taka flúor í töfluformi tannanna vegna. Í sumum skólum er flúorskolun viðhöfð. Snefilefnin selen og sink er helst að finna í matvælum úr dýraríkinu. Að borða of mikið salt er slæmt fyrir líkamann, það getur valdið of háum blóðþrýstingi sem eykur álag á hjarta og æðakerfið.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=