Gott og gagnlegt 3
GOTT OG GAGNLEGT 7. BEKKUR 9 Kolvetni gefa okkur orku. Þau fáum við nær eingöngu úr jurtaríkinu í formi sykra, sterkju og trefja. Trefjar eru að mestu ómeltanlegar og ekki orkugjafi þótt þær séu nauðsyn legar fyrir meltinguna. Við tölum um einsykrur, tvísykrur og fjölsykr ur. Þessi efni stuðla að eðlilegum orkuefnaskiptum í líkamanum. Eitt g af kolvetni gefur okkur 4 he (kcal). korni ávöxtum grænmeti mjólkurvörum Við fáum kolvetni t.d. úr: RDS kolvetna 55–60% af heildarorku Kolvetni Vítamín Vítamín eru ekki orkuefni. Þau eru lífræn efni sem eru líkamanum nauðsynleg og skiptast í vatnsleysanleg og fituleysanleg vítamín. Munurinn á þessum tveim flokk um er sá að vatnsleysanlegu vítamínin safn ast ekki fyrir í líkamanum og umframmagn fer burt með þvagi. Fituleysanlegu vítamín in geta safnast fyrir í líkamanum og því er óæskilegt að borða of stóra skammta í senn. -vítamín er nauðsynlegt fyrir sjón, slímhúðir t.d. í nefi og hálsi og fyrir heilbrigða húð svo eitthvað sé talið. -vítamín er nauðsynlegt fyrir taugakerfið og efnaskiptin. -vítamín er nauðsynlegt til þess að líkaminn geti nýtt járn úr fæðunni og myndað beinvef, bandvef og tannvef í líkamanum. Einnig stuðlar það að því að sár grói betur og er talið styrkja mótstöðu gegn sjúkdómum. -vítamín er nauðsynlegt til að vinna kalk úr fæðunni og til að mynda bein- og tannvef. -vítamín hefur það hlutverk að koma í veg fyrir að fitusýrur í frumuhimnum skemmist af völdum súrefnis svipað og þegar þráavarnarefni eru notuð í matvælum. -vítamín er nauðsynlegt fyrir storknun blóðs.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=