Gott og gagnlegt 2
GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR – 7 B-vítamín B-vítamín er flokkur vítamína sem tengjast efnaskiptum líkamans og eru nauðsynleg fyrir heilbrigt vöðvastarf og fyrir starfsemi tauga og meltingarkerfis. B-vítamín fæst úr kjöti, fiski, kornvörum, innmat, grænmeti og ýmsum mjólkur vörum. C-vítamín Hlutverk C-vítamíns er að stuðla að myndun tannbeins og annars beinvefs. Það stuðlar að myndun bandvefs, nýtingu járns, myndun rauðra blóðkorna, hjálpar til við að halda æðaveggjum þéttum og auka mótstöðuafl gegn sjúk dómum. Mikilvægustu C-vítamíngjafar okkar eru ávextir, ber, kartöflur og grænmeti. Dálítið C-vítamín er í mjólk og lifur en í litlu magni. Mest finnst af C-vítamíni í sítrusávöxtum eins og appelsínum og sítrónum. Það er C-vítamín í öllu grænmeti, einkum káli, tómötum, gulrófum og papriku. Önnur bætiefni Kalk Kalk er uppistöðuefni fyrir bein og tennur. Það er mikilvægt að börn og unglingar fái nægjanlegt kalk. Ef kalk vantar í fæði ungmenna getur það haft veruleg áhrif á styrk beina síðar á ævinni. Kalk fæst úr mjólkurvörum. Járn Járn bindur súrefni sem við öndum að okkur og flytur það með blóðinu frá lungum til vefja og geymir það þar. Járnríkar fæðutegundir eru innmatur og slátur. Töluvert er einnig í kjöti, þó frekar í dökku en ljósu kjöti, eggjum, korni, þurrkuðum ávöxtum, dökkgrænu grænmeti og eitthvað í baunum og hnetum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=