Gott og gagnlegt 2

6 – GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR A-vítamín A-vítamín var fyrsta vítamínið sem var uppgötvað en það er í raun nokkur efni. A-vítamínið er mikilvægt fyrir sjónina og það viðheldur heilbrigði húðar og slímhúðar. Það er mikilvægt fyrir vöxt beina. A-vítamínríkustu fæðutegundir sem þekkjast eru lifur fiska og spendýra og lýsi. Það finnst einnig í feitum mjólkurafurðum. Það er eitthvað af A-vítamíni í eggjum og sumum feitum fisktegundum. Það er í rauðu, rauðgulu og dökkgrænu grænmeti. Smjörlíki er A-vítamínbætt. D-vítamín D-vítamín finnst í fáum fæðutegundum en þó í lýsi, lifur fiska og sumum tegundum feitra fiska. Smávegis af D-vítamíni finnst í smjöri, osti, eggjum, mjólk og spendýralifur. Allt smjörlíki er D-vítamínbætt. Vítamín Vítamínin eru lífræn efni sem líkaminn þarfnast. Ef líkaminn fær ekki nauðsynleg vítamín þá koma fyrr eða síðar fram skortseinkenni sem geta leitt til ýmissa sjúkdóma. Til að leiðbeina um hversu mikið við þurfum af hverju vítamíni hefur Lýðheilsustöð sett fram ráðlagða dagskammta (RDS). Með ráðlögðum dagskömmtum er átt við það magn bætiefna sem þarf til að uppfylla nær­ ingarþörf heilbrigðs fólks. Vítamín gefa ekki orku. Fituleysanleg vítamín eru A, D, E og K. Þau leysast aðeins upp í fitu. Líkaminn getur safnað forða af þessum vítamínum og geymt. Vatnsleysanlegu vítamínin eru B og C. Þau leysast upp í vatni og líkaminn getur ekki safnað forða af þeim. Þess vegna er nauðsynlegt að fá þessi vítamín næstum daglega því líkaminn skolar umframmagni út með þvagi. Engin ein fæðutegund inniheldur öll vítamínin. Þess vegna er mikilvægt að borða fjölbreytta fæðu. Með því að borða eitthvað úr hverjum flokk fæðuhringsins daglega ættum við að fá öll þau vítamín sem líkaminn þarfnast. Undantekning er D-vítamín því að það er í fáum fæðutegundum. Reyndar myndar líkaminn D-vítamín sjálfur þegar útfjólubláir geislar sólar skína á húðina en hér á Íslandi getum við ekki reitt okkur á sólina. Vítamínum er skipt í tvo flokka; fituleysanleg og vatnsleysanleg vítamín.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=