Gott og gagnlegt 2

4 – GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR Góðar matarvenjur Þið getið sjálf meðvitað tamið ykkur góðar mat­ arvenjur og látið vera að borða það sem líkam- anum er óhollt. Ef þið gerið það verðið þið frísk­ ari og hafið kraft og úthald til þess að sinna vel bæði skóla og áhugamálum. Maturinn verður að vera bragðgóður og innihalda öll nauðsynleg næringarefni til þess að þið séuð hress og ykkur líði vel. Fæðuhringurinn er gott hjálpartæki til að skipuleggja máltíðir dagsins. Eins og þið vitið er honum skipt í sex flokka. Til þess að fæðið verði nógu fjölbreytt er æskilegt að í aðalmáltíðum dagsins sé matur úr öllum fæðuflokkunum. Til að tryggja gott mataræði þarf að hafa í huga að borða mat úr öllum fæðuflokkunum á reglulegum matmálstímum hæfilega mikið fimm skammta af ávöxtum og grænmeti á dag ekki of mikla fitu grófmeti lítið salt drekka vatn 1 1 / 2 dl mjólk 1 dl heitt vatn 3 tsk þurrger 1 msk hunang 2 msk matarolía 1 / 2 dl sesamfræ 1 / 2 dl hveitiklíð 1 / 2 tsk salt 5–6 dl hveiti Aðferð Kveikið á ofninum og stillið á 200 °C. 1. Blandið saman í skál heitu vatni og mjólk, athugið að vökvinn á að vera ylvolgur. 2. Setjið þurrgerið út í vökvann ásamt hunanginu og látið það leysast upp. 3. Bætið olíu út í vökvann. 4. Bætið þurrefnunum út í en munið að geyma 1 dl af hveitinu til að hnoða upp í deigið síðar. 5. Látið deigið lyfta sér. 6. Hrærið deigið og hnoðið, þar til það hættir að festast við borð og hendur. 7. Skiptið deiginu í 16 bita og rúllið hvern bita út í 20 sentímetra lengjur sem þið snúið saman í vafning. 8. Látið vafningana lyfta sér á plötu, penslið þá með mjólk eða eggjablöndu og stráið sesamfræjum yfir. 9. Bakað í miðjum ofni í 10–12 mín. Brauðvafningar með sesamfræjum og hunangi Mjólk og mjólkurmatur Kjöt, fiskur og egg Ávextir og ber Feitmeti Brauð og aðrar kornvörur Grænmeti, kartöflur og baunir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=