Gott og gagnlegt 2

GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR – 3 Heilsa og lífsstíll Öll viljum við vera heilbrigð og geta gert það sem okkur langar til. Heilsa tengist bæði erfðum og því umhverfi sem við lifum í. Góðar matar­ venjur eru forsenda þess að okkur líði vel og við séum heilbrigð. Til að öðlast góða heilsu þurfum við að hugsa vel um líkama okkar og hafa þekkingu til að velja þá næringu sem er honum holl. Jákvæð lífsviðhorf og sjálfsvirðing eru mikil- vægir þættir. Í heilsuvernd er nauðsynlegt að hugsa um hollt fæði, hreyfingu og hvíld. Þetta þrennt er oft nefnt þrjú H-heilsunnar. Þess vegna er mikilvægt: • Að við fáum hæfilega mikið af hollum mat. • Að við fáum hæfilega mikla hreyfingu. • Að við fáum nægan svefn miðað við aldur. • Að við forðumst vímuefni. Ef við hugsum vel um líkamann þá eru líkur á því: • Að við höfum gott sjálfstraust. • Að við getum tekist á við þá erfiðleika sem upp koma í lífi okkar. • Að við séum lífsglöð og bjartsýn. • Að við getum betur notið meðfæddra hæfileika okkar. Líkamleg heilsa og andleg líðan eru nátengd. Við eigum bara einn líkama og því verðum við að hugsa vel um hann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=