Gott og gagnlegt 2

GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR – 47 Hreinlæti er öllum nauðsynlegt. Okkur líður vel þegar við erum hrein og snyrtilega klædd. En til þess þarf að halda fötum og líkama hreinum. Bakteríur og ýmsir sjúkdómar fylgja óhreinindum og hreinlæti er besta vörnin í baráttu gegn þessum vágestum. ­ Tennur Nauðsynlegt er að hugsa vel um tennurnar með því að bursta þær vandlega bæði kvölds og morgna og nota tannþráð reglulega. Óhreinar tennur eru gróðrarstía fyrir alls kyns bakteríur sem skemma tennurnar og valda andremmu. Handþvottur Nauðsynlegt er að þvo hendur reglulega með sápu þar sem óhreinindi og bakteríur úr okkar nánasta umhverfi safnast fyrir á höndunum. Við getum borið bakteríur á milli með handabandi og hvers konar snertingu. Sviti Í svitanum eru sölt og úrgangsefni sem geta myndað svitalykt. Við svitnum mest í handar­ krikunum, á höndum og fótum. Til að losna við svitalykt er sjálfsagt að þvo líkamann reglulega. Það getur verið nauðsynlegt að nota þar til gerðan svitalyktareyði til að losna við svitalykt. Hárþvottur Mikilvægt er að hugsa vel um hárið á sér, það er einstaklingsbundið hversu oft þarf að þvo það. Hreint og vel hirt hár er mikil prýði. Fataþvottur Óhreinindi úr umhverfinu setjast í fötin okkar, sviti, matarleifar, ryk, mold o.fl . Þess vegna er jafn nauðsynlegt að þvo fötin reglulega eins og líkamann og hárið. Hreinlæti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=