Gott og gagnlegt 2

46 – GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR Mikilvægt er að allur borðbúnaður, matarílát og áhöld séu þvegin vandlega. Sé það ekki gert geta komið upp alls konar bakteríur sem berast manna á milli. Svona er farið að: • Gangið frá matarafgöngum og losið úrgang í ruslafötur. • Skolið borðbúnaðinn og áhöldin úr volgu vatni og raðið upp. • Setjið sápuvatn í vaskinn, passið að nota ekki of mikla sápu. Hafið vatnið eins heitt og þið þolið. ­ Uppþvottur Þvoið upp í þessari röð: Glös, bollar, vatnskanna, hnífapör, diskar, föt, skálar, sósukanna, pottar og pönnur. • Skolið borðbúnað og áhöld upp úr vel heitu vatni og setjið í þurrkgrind. • Þurrkið með diskaþurrku og gangið frá á sinn stað. • Þvoið eldhúsborðið og vaskinn. • Þvoið borðklútinn og uppþvottaburstann, skolið síðan úr köldu vatni til að koma í veg fyrir útbreiðslu baktería og hengið til þerris. ­ • Þurrkið vaskinn og kranann. • Skiptið um borðklút og diskaþurrku eftir þörfum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=