Gott og gagnlegt 2

GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR – 45 Þrif á eldavél Eldavélar þarf að þrífa reglulega að innan og utan. Best er að halda þrifunum við með því að þurrka jafnóðum af hellum og innan úr ofni eftir hverja notkun. Ef notuð eru þar til gerð ofnhreinsiefni er nauðsynlegt að hafa í huga að mörg þeirra innihalda varasöm efni. Mjög mikilvægt er er að lesa leiðarvísa vandlega og nota gúmmíhanska. • Byrjið á því að bera þunnt lag af brúnsápu (grænsápu) innan í bakarofninn með tusku eða bréfþurrku. • Stillið ofninn á 100 °C. • Meðan ofninn er að hitna skal þurrka af eldavélahellunum með rökum klút, ef blettir nást ekki af notið þá grófan svamp eða stálull á venjulegar potthellur en viðeigandi hreinsiefni á keramikhellur. Ekki nota stálull eða ræstiduft á emeleringuna á helluborðinu, þá fer fínasta húðin af og óhreinindin festast frekar í henni. • Þegar sápan í ofninum fer að bóla eða bólgna út skal slökkva. • Á meðan ofninn er að kólna skal hreinsa plötur, grind og ofnskúffu með heitu sápuvatni. Síðan er skolað með heitu vatni og þurrkað. Erfiða bletti þarf að meðhöndla sérstaklega t.d. með stálull. • Sápan er þvegin vandlega innan úr ofninum með rökum klút. • Þvoið og þurrkið vélina að utan. • Dragið vélina öðru hvoru fram og þrífið á bak við hana.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=